Beint: Fundur í mannréttindaráði SÞ að beiðni Íslands

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. UN Photo/Ariana Lindquist

Nú fer fram sérstakur aukafundur í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss þar sem fjallað verður um ástand mannréttindamála í Íran í ljósi framgöngu þarlendra yfirvalda gegn friðsömum mótmælendum undanfarnar vikur.

Fundurinn er haldinn að beiðni Íslands og Þýskalands í þeim tilgangi að knýja á um að Sameinuðu þjóðirnar hefji markvissa gagnaöflun svo síðar verði hægt að draga gerendur til ábyrgðar fyrir dómstólum.

Utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, taka þátt í umræðunni í mannréttindaráðinu. 

Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá fundinum hér fyrir neðan.

mbl.is