Helmingur Kænugarðs enn án rafmagns

Yfirvöld standa í ströngu við að koma rafmagni aftur á …
Yfirvöld standa í ströngu við að koma rafmagni aftur á borgina. AFP/Bulent Kilic

Nærri helmingur íbúa í Kænugarði í Úkraínu er enn án rafmagns eftir umfangsmiklar árásir Rússa á raforkukerfi landsins í vikunni.

Yfirvöld standa nú í ströngu við að lagfæra skemmdirnar í von um að ná að binda enda á rafmagnsleysið í höfuðborginni.

Í gærmorgun voru um 70% heimila rafmagnslaus eftir að hátt í 70 rússneskum fluskeytum var skotið á Úkraínu. Tíu létust og þremur kjarnorkuverum var lokað tímabundið.

mbl.is