Musk vill „frelsa“ bannaða notendur

Elon Musk vill veita bönnuðum notendum „sakaruppgjöf“.
Elon Musk vill veita bönnuðum notendum „sakaruppgjöf“. AFP/Ryan LASH

Milljarðamæringurinn Elon Musk, sem nýverið festi kaup á samfélagsmiðlinum Twitter, hefur boðað það sem hann kallar „sakaruppgjöf“ í næstu viku, fyrir notendur sem hafa verið bannaðir á miðlinum.

Ákvað hann þetta í kjölfarið af því að meirihluti kaus með því að það yrði gert í skoðanakönnun sem hann birti sjálfur á miðlinum, sem gilti í 24 klukkustundir.

Skilyrði að hafa ekki brotið lög?

„Fólkið hefur talað. Sakaruppgjöfin hefst í næstu viku,“ tísti Musk í gærkvöldi eftir að meirihluti notenda kaus með tillögunni, sem hljóðaði svo:

„Ætti Twitter að bjóða upp á almenna sakaruppgjöf fyrir bannaða notendur, hafi þeir ekki brotið lög eða tekið þátt í „spammi“? 

Donald Trump og Andrew Tate eru á meðal þeirra sem hafa endurheimt aðganga sína eftir að Musk eignaðist miðilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert