Fannst heill á húfi eftir 15 tíma í sjónum

Maðurinn fannst heill á húfi eftir 15 tíma leit.
Maðurinn fannst heill á húfi eftir 15 tíma leit. AFP/Joe Raedle

Farþegi sem féll fyrir borð fannst heill á húfi í Mexíkóflóa á fimmtudaginn eftir 15 klukkustunda leit.

Maðurinn, sem hafði verið um borð í skemmtiferðaskipi áður en hann lenti í sjónum, var staddur um 30 kílómetra suður af strönd Louisiana í Bandaríkjunum þegar að bandaríska strandgæslan kom loks auga á hann. BBC greinir frá.

Seth Gross, liðsforingi bandarísku strandgæslunnar, segir kraftaverk að maðurinn hafi fundist á lífi en hann man ekki til þess að einstaklingur hafi lifað annað eins af. „Þetta er lengsti tími í sjó sem ég hef heyrt sögur af,“ segir Gross.

Maðurinn hafði verið með systur sinni á bar um borð í skipinu en þegar hann sneri ekki til baka eftir að hafa skroppið á salernið fór hún að hafa áhyggjur. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn féll fyrir borð.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert