Fundu lík erlendrar konu

Nokkurra er enn leitað.
Nokkurra er enn leitað. AFP/Ansa

Viðbragðaðilar hafa fundið lík erlendrar konu í aurskriðunni sem féll á smá­bæ­inn Ca­samicciola Terme á ít­ölsku eyj­unni Ischia snemma í morg­un. Konan var ekki ítölsk en var gift íbúa Ca­samicciola.

Ítalski miðilinn Ansa greinir frá.

Nokkurra er enn leitað í skriðunni en um 200 manns hefur verið gert að yfirgefa svæðið.

mbl.is