Barn fórst í aurskriðunni

Talið er að stúlkan hafi verið fimm eða sex ára.
Talið er að stúlkan hafi verið fimm eða sex ára. AFP/Eliano Imperato

Lík ungrar stúlku hefur fundist í smá­bæ­num Ca­samicciola Terme á ít­ölsku eyj­unni Ischia þar sem aurskriða féll snemma í gærmorgun. Þetta er annað dauðsfallið sem búið er að staðfesta vegna skriðunnar en tíu einstaklinga er enn saknað.

Ítalski miðilinn Ansa greinir frá.

Talið er að unga stúlkan sem lét lífið hafi verið á aldrinum fimm til sex ára.

Í gær var greint frá því að lík erlendrar konu hafi fundist. Nú hefur verið greint frá því að líkið sem fannst í gær sé af 31 árs gamalli ítalskri konu.

Miðilinn Italy 24 greinir frá því að fyrst um sinn hafi verið erfitt að bera kennsl á líkið. Því hafi verið haldið að um lík búlgarskrar konu væri að ræða, en hún er meðal þeirra sem enn er leitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert