Handtekin fyrir rasísk skilaboð á Whatsapp

Lögreglan í borginni Boksburg rannsakar málið. Boksburg er í um …
Lögreglan í borginni Boksburg rannsakar málið. Boksburg er í um 30 kílómetra fjarlægð frá Jóhannesarborg sem er fjölmennasta borg Suður-Afríku. AFP/Marco Longari

Lögreglan í Suður-Afríku hefur handtekið 60 ára konu vegna rasískra hljóðskilaboða sem hún sendi í gegnum samskiptaforritið Whatsapp. Í skilaboðunum kallaði konan eftir því að svart fólk yrði bannað í stað pitbull-hunda.

Upp á síðkastið hefur verið til umræðu í Suður-Afríku hvort banna eigi pitbull-hunda þar sem tilvikum þar sem slíkir hundar hafa ráðist á fólk hefur farið fjölgandi. Þess má geta að pitbull-hundar eru bannaðir hér á landi.

„Þeir nauðga, þeir stela, þeir drepa

Umrædd hljóðskilaboð fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í þeim lýsir konan rasískum skoðunum sínum á svörtu fólki.

„Þeir nauðga, þeir stela, þeir drepa, sem er verra en það sem pitbull gæti gert, og þeir komast upp með það,“ segir konan meðal annars í skilaboðunum.

Konan verður leidd fyrir dómara í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert