Fleiri árásir í undirbúningi

Gert við rafmagnslínur í Donetsk-héraði í Úkraínu.
Gert við rafmagnslínur í Donetsk-héraði í Úkraínu. AFP/Anatolí Stepanov

Úkraínumenn segja Rússa vera að undirbúa fleiri flugskeytaárásir á orkuinnviði í Úkraínu.

Talskona úkraínska hersins sagði að rússneskt herskip sem getur skotið flugskeytum hafi nýlega verið statt í Svartahafi með flugskeyti um borð af tegundinni Kalibr.

„Þetta gefur til kynna að undirbúningur er í gangi,“ sagði talskonan Natalia Gumeniuk.

„Það er frekar líklegt að slíkar árásir verði gerðar í byrjun vikunnar.“

Endurteknar árásir Rússa hafa valdið rafmagnsleysi í Úkraínu, auk þess sem dregið hefur úr aðgengi að vatni, en hitastig hefur verið undir frostmarki þar í landi.

mbl.is