Slakað á takmörkunum vegna mótmæla

Mótmælendur í Peking, höfuðborg Kína.
Mótmælendur í Peking, höfuðborg Kína. AFP/Noel Celis

Stjórnvöld í héraðinu Xinjiang í vesturhluta Kína hafa aflétt einhverjum takmörkunum vegna kórónuveirunnar í höfuðborg þess Urumqi.

Mikil mótmæli brutust út víðs vegar um Kína eftir að tíu manns fórust í eldsvoða í borginni sem takmörkunum stjórnvalda hefur verið kennt um.

Íbúar í Urumqi, sem eru um fjórar milljónir og hafa sumir hverjir verið fastir inni á heimilum sínum í margar vikur, geta frá og með morgundeginum ferðast um í strætisvögnum til að sinna erindum innan síns hverfis.

Embættismenn greindu frá þessu á blaðamannafundi í morgun.

Sum mikilvæg fyrirtæki sem eru á svæðum þar sem áhættan á útbreiðslu veirunnar er talin minni geta einnig sótt um að hefja aftur starfsemi að hluta til.

mbl.is

Bloggað um fréttina