Fangar á dauðadeild mótmæla hengingum

„Dauðaklefi“ í fangelsi í Texas.
„Dauðaklefi“ í fangelsi í Texas. AFP/Paul Buck

Þrír fangar á dauðadeild í japönsku fangelsi hafa höfðað mál gegn japönsku ríkisstjórninni. Þeir segja aftöku með hengingu vera grimmilega aðferð og að hana ætti að afnema, að sögn lögfræðings þeirra.

Japan er eitt af fáum þróuðum ríkjum þar sem dauðarefsingar eru enn við lýði. Hengingar hafa verið eina aðferðin þar í landi við að framkvæmda refsingarnar í um eina og hálfa öld.

Fangarnir þrír eru allir á dauðadeild í fangelsi í borginni Osaka. Nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp.

Þeir krefjast einnig 33 milljóna jena, eða um 34 milljóna króna, í bætur vegna andlegra vandamála sem þeir segjast hafa þjáðst af eftir að þeir fengu dauðadóminn árið 2000.

Yfir 100 fangar eru á dauðadeild í Japan, þar á meðal margir raðmorðingjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert