Hvirfilbyljir dynja á Bandaríkjamönnum

Heimil fólks varð víða fyrir skemmdum og rafmagn fór af.
Heimil fólks varð víða fyrir skemmdum og rafmagn fór af. AFP

Að minnsta kosti 20 hvirfilbyljir skullu á suðurhluta Bandaríkjanna í dag, en veðurofsinn skildi eft­ir sig slóð eyðilegg­ing­ar þar sem heimili fólks varð fyrir skemmdum auk þess sem raf­magn fór víða af.

Veður­stofa Banda­ríkj­anna (NWS) grein­ir frá því að hvirfil­byl­ur hafi farið yfir ríkin Mississippi, Louisiana og Alabama, eyðilagt vegi, fellt tré og að þök hafi rifnað af húsum. Veðurstofan lýsti hvirfilbylnum sem fór yfir Alabama sem „lífshættulegum“.

„Afar erfitt getur verið að sjá og staðfesta hvirfilbylji á nóttunni. Ekki bíða eftir að heyra eða sjá hvirfilbylinn. Farðu í skjól núna!," segir á vef veðurstofunnar.

Fyrstu vikuna í nóvember hefur röð öflugra hvirfilbylja farið yfir Oklahoma, Texas og Arkansas í suðurhluta Bandaríkjanna, með þeim afleiðingum að einn lést.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert