Jiang Zemin fallinn frá

Mynd tekin af Jiang Zemin fyrir blaðamannafund áður en hann …
Mynd tekin af Jiang Zemin fyrir blaðamannafund áður en hann fór úr embætti. AFP/Manuel Balce

Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína, lést í dag 96 ára að aldri af völdum hvítblæðis og fjöllíffærabilunar. Ríkismiðlar greina frá andlátinu.

Jiang tók við embætti árið 1989 á miklum umbrotatímum eða skömmu eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar sem voru brotin á bak aftur af stjórnvöldum og þar sem fjöldamorð framin á kínverskum borgurum. Kína var þá að ganga í gegnum stórtækar efnahagslegar- og samfélagslegar breytingar.

Hafði áhrif löngu eftir embættistíð sína

Miklar breytingar urðu í embættistíð Jiang en þegar hann lét af störfum sem forseti árið 2003 var Kína m.a. orðið aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni og var þá búið að tryggja að Peking yrði gestgjafi ólympíuleikanna árið 2008. Þá var landið á góðri leið með að verða stórveldi.

Sérfræðingar segja að áhrifa hans hafi enn gætt í Kommúnistaflokknum löngu eftir að hann fór úr embætti.

mbl.is