Myndskeið: Eldgosið sást í 72 kílómetra fjarlægð

Allt að 60 metra háir kvikustrókarhafa hafa sést skjótast upp í loft úr eldgosinu í Mauna Loa eldfjalli á stæstu eyju Havaí-eyja.

„Áætlað er að stærstu kvikustrókarnir fari upp í 100-200 feta (30-60 metra) hæð,“ en flestir eru mikið minni, segir í tilkynningu frá Jarðfræðistofnun Bandaríkjana.

Fjórar sprungur hafa opnast í eldfjallinu sem fór að gjósa á sunnudaginn eftir að hafa verið tæpa fjóra áratugi í dvala.

Þrýstingur hafði verið að byggjast upp í Mauna Loa árum saman, en eldgosið sást í 72 kílómetra fjarlægð er það hófst á sunnudaginn.

Ekki ógn eins og er

Hawaí-eyja, eða „Stóra eyja (e. Big island)“  tilheyrir Havaí-eyjaklasanum og er jafnframt stærsta eyja Bandaríkjana. Eldfjallið Mauna Loa er um helmingur af landsvæði Havaí-eyju og er það stærsta virka eldfjall í heimi. 

Jarðfræðingar segja að eins og er stafi ekki ógn af eldgosinu fyrir fólk og byggingar í nágrenni eldgosins.

Mauna Loa hefur gosið 33 sinnu frá árinu 1843, síðast árið 1984.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert