Rannsaka afskipti Kínverja af kosningum í Kanada

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur áður ásakað Kínverja um afskipti …
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur áður ásakað Kínverja um afskipti á kosningum í Kanada. AFP/Dave Chan

Kanadíska alríkislögreglan rannsakar víðtæk afskipti Kína í innanríkismálum Kanada, þar á meðal á „lýðræðislegum ferlum“. Þetta kemur fram í bréfi frá lögreglunni til þingnefndar þar í landi án þess að frekar hafi verið gert grein fyrir ásökununum.

Í bréfinu kemur fram að það hafi ekki verið neinar sannanir af afskiptum Kína af ríkisstjórnarkosningunum í Kanada árið 2019 þegar kosningarnar fóru fram í kjölfar frétta af því að stjórnvöld í Peking hafi fjármagnað „leynilegt net“ frambjóðanda.

Þó er tekið fram í bréfinu að lögreglan sé að „rannsaka víðtækari afskipti erlendra aðila“.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur áður sakað Kínverja um tilraunir til þess að hafa afskipti af kosningum í Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert