Skattframtöl Trump afhent þinginu

Trump á kosningafundi fyrr í mánuðinum.
Trump á kosningafundi fyrr í mánuðinum. AFP/Spencer Platt/Getty Images

Skattframtöl Donalds Trump hafa verið afhent rannsóknarnefnd á vegum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eftir að forsetinn fyrrverandi tapaði langri baráttu fyrir dómstólum til að halda þeim innsigluðum.

Dómstólar hafa ákveðið að hægt sé að fara fram á skattaframtöl sex ár aftur í tímann, en nefndin hafði falast eftir þessum upplýsingum árið 2019 og aftur árið 2021.

Fjármálaráðuneytið sagðist hafa farið að fyrirmælum Hæstaréttar um að afhenda nefndinni gögnin. Ekki er ljóst hvort skattaframtölin verða gerð opinber eða hvað þau leiða í ljós. 

Trump á enn eftir að tjá sig um málið en hefur ætíð neitað sök um allt skattamisferli.

mbl.is