Bæði Rússar og Úkraínumenn ósáttir við verðþak

Nýkynnt verðþak á olíu var frá Rússlandi var hvorki vinsælt …
Nýkynnt verðþak á olíu var frá Rússlandi var hvorki vinsælt hjá Úkraínu né Rússland, Samsett mynd

Yfirvöld bæði í Rússlandi og Úkraínu hallmæltu nýkynntu verðþaki Evrópusambandsins, G7 ríkjanna og Ástralíu á olíu keypta frá Rússlandi í dag. Forseti Úkraínu sagði enga alvöru fólgna í samkomulaginu en Rússar segja það óásættanlegt.

Talsmaður Rússlandsstjórnar, Dmitrí Peskov, sagði rússneskum fjölmiðlum í dag að þarlend stjórnvöld myndu ekki sætta sig á verðþakið sem yrði kannað ofan í kjölinn.

Verðþakið tekur að óbreyttu gildi næstkomandi mánudag. 

Tímasóun að mati Úkraínumanna

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, brást einnig við fregnum af verðþakinu í dag og sagðist ekki telja það koma til með hafa veruleg áhrif. 

Rússar hafa nú þegar valdið öllum ríkjum heims gríðarlegu tjóni með því að setja orkumarkaðinn vísvitandi úr skorðum,“ sagði Selenskí í daglegu sjónvarpsávarpi sínu. Þar kallaði hann verðþakið „aumt“.

Hann sagði það einungis tímaspursmál hvenær harðarði aðgerðum yrði beitt og því væru málamyndaskref af þessu tagi einungis tímasóun.

mbl.is

Bloggað um fréttina