Einn lést þegar skemmtiferðaskip lenti í brotsjó

Viking Polaris við strendur Ushuaia. Í yfirlýsingu Viking kom fram …
Viking Polaris við strendur Ushuaia. Í yfirlýsingu Viking kom fram að skipið hefði ekki beðið alvarlegan skaða af illviðrinu. AFP

Einn farþegi lést og fimm særðust þegar skemmtiferðaskipið Viking Polaris lenti í brotsjó við skammt frá bænum Ushuaia í syðsta hluta Argentínu. 

Skipið var á ferð um suðurskautið þegar illvirðið skall á en brotsjórinn braut fjölda glerplatna á skipinu í mola og einn þeirra varð banabiti bandarískrar konu.

Viking, sem gerir skipið Polaris út, staðfesti fregnir þessar í tilkynningu í dag. Þar segist félagið vera harmi slegið yfir atburðinum.

Viking hefur þegar aflýst næstu ferð á Polaris-skipsins sem átti að hefjast á mánudaginn og ljúka 17. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert