Sex börn látist af völdum streptókokka í Bretlandi

Foreldrar barna eru hvattir til þess að leita læknisaðstoðar hafi …
Foreldrar barna eru hvattir til þess að leita læknisaðstoðar hafi þeir áhyggjur af heilsu barna sinna. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hvetja foreldra barna til að vera á varðbergi gagnvart streptókokkaeinkennum en sex börn hafa látist af völdum slíkrar sýkingar þar í landi síðan í september.

Að jafnaði stafar börnum og fullorðnum óveruleg hætta af streptókokkum en sýkingin getur þróast út í alvarlegri veikindi með hættulegum afleiðingum.

Fjöldi barna með skarlatssótt þrefaldast

Af þeim fimm börnum sem hafa látist á Bretlandseyjum síðustu vikur voru fimm þeirra yngri en 10 ára. Beate Kampkmann, prófessor í smitsjúkdómum barna, segir í viðtali við BBC að foreldrar eigi að leita læknisaðstoðar ef þau hafi áhyggju af veikindum barna sinna. 

Hún sagði fjölgun streptókokkasýkinga helst koma fram í þeim sem hafi greinst með skarlatssótt. Streptókokkar orsakar skarlatssótt.

„Þetta byrjar með háum hita, mikilli hálsbólgu og mjög rauðri tungu sem er fjölda lítilla totna. Að lokum koma fram útbrot sem eru svolítið eins og sandpappír. Útbrotin byrja í olnbogum og á hnakkanum. Þau eiga það til að flagna eftir svona tíu daga því að sjúkdómurinn er orsök eiturs sem þessi baktería myndar.“

Kampman segir góðu fréttirnar vera þær að það sé hægt að meðhöndla streptókokka með öruggum og skjótum hætti með sýklalyfjagjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert