Eldgos í Indónesíu

Eldfjallið Semeru.
Eldfjallið Semeru. AFP

Eldgos er hafið í fjallinu Semeru á eyjunni Java í Indónesíu. Fjallið er um 800 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Jakarta, en rýming er nú þegar hafin í nærliggjandi þorpum. 

Stjórnvöld hafa fært viðbúnað upp á hæsta stig, en eldgos í Semeru er talið geta ógnað lífi fólks sem býr í nágrenni við fjallið. 

Engar fregnir hafa borist af manntjóni en veðurfræðistofnun Japan hefur þegar gefið út flóðbylgjuviðvörun. 

Minnst 51 fórust vegna eldgoss í Semeru fyrir um ári síðan. Þá lagðist þykkt lag af ösku og leðju yfir nærliggjandi svæði og kaffærði bæði hús og farartæki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert