Sendill frá Fedex grunaður um mannrán og morð

Athena Strand.
Athena Strand. Skjáskot af Twitter

Sendill á vegum fyrirtækisins FedEx hefur handtekinn, grunaður um að nema á brott og myrða sjö ára stúlku, sem hvarf í Texas í Bandaríkjunum fyrir tveimur dögum. 

New York Times greinir frá. Stúlkan hét Athena Strand. Hún hvarf sporlaust um kvöldmatarleyti á miðvikudag, af heimili sínu og upphófst umfangsmikil leit. Um 200 nágrannar fjölskyldunnar tóku þátt í leitinni. 

Síðla föstudags fannst lík hennar suðaustur af borginni Boyd. Lögreglustjórinn lýsti því yfir á blaðamannafundi á laugardag að 31 árs karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins. Hann starfar sem sendill fyrir Fedex, og var einmitt að skila af sér pakka á heimili stúlkunnar, um það leyti sem hún hvarf. 

Stúlkan er talin hafa látist á innan við klukkutíma, frá því að henni var rænt.mbl.is