Farþegum í Glasgow skipað að yfirgefa flugstöðina

Farþegar bíða á bílastæðinu.
Farþegar bíða á bílastæðinu. Ljósmynd/Aðsend

Flugstöðvarbyggingin á Glasgow-flugvelli í Skotlandi hefur verið rýmd vegna hlutar sem fannst í farangri hjá einum farþega.

Lögreglan lokaði svæðum á flugstöðinni eftir að hún kom þangað á vettvang skömmu eftir klukkan 6 í morgun.

Sprengjusveit breska sjóhersins hefur verið kölluð á vettvang en ekki hafa borist nánari upplýsingar um málið.

Fyrst um sinn mynduðust langar biðraðir við innritunarborð en síðar bað lögreglan farþega um að fara á bílastæðið við flugstöðina og bíða þar, að því er BBC greindi frá.

Samkvæmt áætlun Icelandair er flugferð frá Glasgow fyrirhuguð til Keflavíkur síðdegis í dag. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is