Rist á hol og barni rænt

Í Mexíkó ríkir glundroðaástand um þessar mundirnar, en um 3.700 …
Í Mexíkó ríkir glundroðaástand um þessar mundirnar, en um 3.700 konur voru myrtar árið 2021. Myndin sýnir af vettvangi lögreglu í Mexíkó í ótengdu máli. AFP

Ólétt kona í Mexíkó lést eftir að hún var rist á hol af tveimur árásarmönnum í þeim tilgangi að ræna ófæddu barni hennar.

Sakborningar málsins voru handteknir með barnið í fórum sinni samkvæmt lögregluyfirvöldum í Veracruz í Mexíkó.

Hin grunuðu, maður og kona, mættu fyrir dóm í dag þar sem þeim var gefið að sök að skera konuna upp til að ræna barni hennar þar sem konan, sem er grunuð um verknaðinn, gat ekki eignast barn sjálf.

Í Mexíkó hefur fjöldi morða aukist verulega undanfarin misseri og voru um 3.700 konur myrtar árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert