Verðþak stöðvar ekki hernað í Úkraínu

Dmitrí Peskov.
Dmitrí Peskov. AFP

Rússar segja að verðþakið sem Vesturlönd hafa sett á rússneska olíu muni ekki hafa áhrif á hernað þeirra í Úkraínu.

Evrópusambandið, G7-ríkin og Ástralía samþykktu að setja á verðþakið til að setja aukinn þrýsting á Rússa vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

„Efnahagur Rússlands hefur alla burði til að mæta þörfum og skilyrðum sérstöku hernaðaraðgerðarinnar,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, og átti þar við innrásina.

„Þessar aðgerðir munu ekki hafa áhrif á þetta.“

mbl.is