Handtekinn fyrir að kasta eggi að Karli

Eggjum var kastað í átt að Karli III Bretakonungi í …
Eggjum var kastað í átt að Karli III Bretakonungi í York í september. AFP/James Glossop/Pool

Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa kært mann fyrir að hafa kastað eggi að konungi Breta, Karli III, í nóvember.

Lögreglan í Bedfordskíri greindi frá því að 28 ára gamall karlmaður hefði verið kærður fyrir að valda uppnámi á almannafæri.

Lögreglan handtók manninn í gær fyrir að kasta eggi að Karli í bænum Luton. Konungurinn var þar að hitta fólk sem stóð að opnun musteris síkha og að kynna sér nýtt almenningssamgöngukerfi. 

Maðurinn er nú laus gegn tryggingu og mun koma fyrir dómara í janúar. 

Atvikið átti sér stað innan við mánuði eftir að eggjum var kastað að Karli og eiginkonu hans Kamillu í borginni York.

Sá sem kastaði eggjum í það skiptið er 23 ára gamall háskólanemi og er hann einnig laus gegn tryggingu.

mbl.is