Selenskí manneskja ársins

Volodimír Selenskí.
Volodimír Selenskí. AFP

Tímaritið Time hefur útnefnt Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, ásamt „anda Úkraínu“ sem manneskju ársins 2022.

„Sama hvort baráttan um Úkraínu fyllir mann af von eða ótta, þá hefur Volodimír Selenski hrifið heiminn með sér á máta sem við höfum ekki séð í marga áratugi,“ sagði Edward Felsenthal, ritstjóri Time.

Volodimír Selenskí í apríl síðastliðnum.
Volodimír Selenskí í apríl síðastliðnum. AFP/Ronaldo Schemidt
mbl.is