Boluarte fyrsti kvenforseti Perú

Jose Williams Zapata, forseti perúska þingsins til vinstri og Dina …
Jose Williams Zapata, forseti perúska þingsins til vinstri og Dina Boluarte fyrsti kvenkyns forseti Perú til hægri. AFP/Cris Bouroncle

Dina Boluarte, sem áður gegndi embætti varaforseta Perú, hefur nú tekið við forsetastólnum í landinu eftir að Pedro Castillo var steypt af stóli í gær.

Verður hún fyrsta konan í sögunni til þess að gegna embætti forseta í Perú.

Boluarte sór forsetaeiðinn í gær og hyggst hún stjórna landinu fram í júlí árið 2026. Hún tekur við embættinu í kjölfar þess að Castillo leysti upp þing landsins í gær en hann ætlaði þess í stað að setja neyðarstjórn sem myndi stjórna með hans tilskipun.

Yf­ir­lýs­ing hans var dæmd sem til­raun til vald­aráns, en aðeins klukku­stund­um seinna var áætluð kosn­ing um að koma hon­um úr embætti. 

Hafnaði ákvörðun Castillo

Boluarte tók ekki undir „vald­aránsti­lögu“ þáverandi for­setans. „Ég hafna ákvörðun Castillo að fara gegn stjórn­ar­skránni og leysa upp þjóðþingið. Það er vald­arán sem eyk­ur á stjórn­ar­krepp­una í land­inu,“ segir í tísti Bolu­arte.

Samkvæmt perúskum fjölmiðlum var Castillo á leið í mexíkóska sendiráðið í Líma, höfuðborg Perú, þegar hann var handtekinn. 

mbl.is