Búlgaría og Rúmenía fá ekki að fara í Schengen

Innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, vill ekki sjá Búlgaríu og Rúmeníu …
Innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, vill ekki sjá Búlgaríu og Rúmeníu innan Schengen-svæðisins. AFP/Kenzo Tribouillard

Evrópusambandið samþykkti í dag að Króatía yrði nýjasta ríki Schengen-svæðisins. Austurríki og Holland komu í veg fyrir aðild tveggja fáttækustu ríkja innan Evrópusambandsins, Rúmeníu og Búlgaríu.

Um áramótin verður Króatía 27. landið innan Schengen. Þá verða 23 af 27 ríkjum Evrópusambandsins innan Schengen ásamt Íslandi, Sviss, Noregi og Liechtenstein.

Búlgaría og Rúmenía sóttu sameiginlega um aðild en ákvörðun um að samþykkja land inn í Schengen-samkomulagið verður að vera samþykkt af öllum aðildarríkjum samkomulagsins.

Austurríki beitti neitunarvaldi sínu vegna ótta um að ef ríkin tvö yrðu samþykkt myndi það þýða að fleiri hælisleitendur gætu ferðast óhindrað um Schengen-svæðið.

Hollendingar voru einnig á móti aðild Búlgaríu.

„Mér finnst rangt að stækka kerfi sem virkar ekki á mörgum stöðum,“ sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis. Hann bætti við að fleiri en 100.000 manns hafi komið ólöglega til Austurríkis á þessu ári.

Ísland hefur verið hluti af Schengen-samstarfinu frá árinu 1996.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert