Hópurinn þungvopnaður og hættulegur

Lögreglan hafði fylgst með samtökunum í nokkra mánuði áður en …
Lögreglan hafði fylgst með samtökunum í nokkra mánuði áður en hún lét til skarar gríða gegn þeim. AFP

Holger Münch, ríkislögreglustjóri Þýskalands, segir að hægriöfgahópurinn sem ætlaði að steypa ríkisstjórninni af stóli hefði verið þungvopnaður og að um raunverulega ógn hafi verið að ræða. 

Á meðal þeirra sem lögreglan handtók í viðamiklum aðgerðum í gær, voru „hættuleg blanda einstaklinga með brenglaða sannfæringu, sumir með mikið fé á milli handanna og aðrir með vopn,“ sagði Münch í samtali við þýsku stöðina ARD. 

Hann segir að þau hafi sett saman áætlun og síðan hrint henni í framkvæmd sem hafi verið hættuleg og því hafi lögreglan brugðist við. 

Vopn fundust á 50 stöðum þar sem lögreglan framkvæmdi húsleit. Þar á meðal lásbogar, rifflar og skotfæri. 

Alls eru 54 til rannsóknar sem eru sagðir tengjast þessu samtökum. Ákæruvaldið segir að markmiðið hópsins hafi verið að steypa ríkisstjórninni af stóli og koma á nýrri ríkisstjórn undir eigin merkjum. 

Prinsinn Heinrich XIII af Reuss er á meðal þeirra sem …
Prinsinn Heinrich XIII af Reuss er á meðal þeirra sem voru hnepptir í varðhald. Hann er sagður hafa átt að verða leiðtogi hópsins að valdaráni loknu. AFP

Alls voru 25 handteknir í aðgerðunum í gær. Þeirra á meðal eru fyrrverandi þingmaður, fyrrverandi hermenn og aðalsmaðurinn og kaupsýslumaðurinn prins Heinrich XIII af Reuss, en hann er sagður hafa átt að verða leiðtogi hópsins í kjölfar valdaránsins. 

Münch segir að fólk megi ekki halda það að hópur sem telur nokkra tugi liðsmanna, mögulega um hundrað, eigi í raun möguleika á því að taka niður þýska kerfið. Hann á von á því að fleiri verði handteknir í tengslum við rannsókn málsins. 

„Við höfum borið kennsl á aðra einstaklinga þó að við vitum ekki enn nákvæmlega hvaða hlutverki þeir höfðu að gegna innan samtakanna.“

Samtökin eru sögð samanstanda af „Ríkisborgurunum af Reich“ (þ. Reichsbürger), sem er hreyfing innan Þýskalands sem öfgahægrimenn aðhyllast sem og samsæriskenningasmiðir og einstaklingar sem hafa sérlegan áhuga á skotvopnum, að því er segir í umfjöllunAFP. 

Lögreglan á von á því að fleiri einstaklingar verði teknir …
Lögreglan á von á því að fleiri einstaklingar verði teknir höndum í tengslum við rannsókn málsins. AFP

Félagar í samtökunum trúa því að ríkið, eða keisaraveldið, eins og það var fyrir fyrri heimsstyrjöldina sé enn við lýði undir konungsstjórn og nokkrum hópum sem hafa lýst yfir sjálfstæðum ríkjum innan landsins. 

Að sögn þýsku leyniþjónustunnar hefur hópurinn sem lagði á ráðin verið undir eftirliti frá því í vor. 

Fram kemur í umfjöllun AFP að um 21.000 manns teljist til Reichsbürger. Leyniþjónustan telur að um 10% þeirra séu líkleg til að beita ofbeldi. 

mbl.is