Rússar fá alræmdan vopnasala lausan fyrir Griner

Biden greindi frá því fyrr í dag að Griner væri …
Biden greindi frá því fyrr í dag að Griner væri örugg á leið heim. AFP/Brendan Smialowski

Stjórnvöld í Moskvu hafa staðfest að fangaskipti hafi farið fram á milli Rússlands og Bandaríkjanna þar sem bandarísku körfuknattleikskonunni, Brittney Griner, var sleppt í staðinn fyrir Victor Bout, alræmdan vopnasmyglara sem afplánaði 25 ára dóm í Bandaríkjunum.

Grin­er var hand­tek­in á flug­vell­in­um í Moskvu í fe­brú­ar á þessu ári eft­ir að rafrettu­hylki með kanna­bisol­íu fannst í far­angri henn­ar. Í ágúst var hún svo dæmd í níu ára fangelsi fyrir smygl og vörslu fíkniefna.

Griner var handtekin í febrúar á þessu ári.
Griner var handtekin í febrúar á þessu ári. AFP/Kirill Kudryavtsev

Neituðu fyrst að skipta á Bout

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því á Twitter fyrir skömmu að Griner væri örugg í flugvél á leið heim.

Rússar hafa nú einnig sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fangaskiptin sem sögð eru hafa farið fram á flugvellinum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Victor Bout afplánaði 25 ára dóm í Bandaríkjunum.
Victor Bout afplánaði 25 ára dóm í Bandaríkjunum. AFP/Saeed Khan

Fram kemur í yfirlýsingunni að Rússar hafi staðið í samningaviðræðum um lausn Bout í langan tíma. Í fyrstu hafi bandarísk stjórnvöld neitað að afhendan hann í fangaskiptum, en eftir mikla vinnu hafi það tekist og sé hann nú á leið heim.

Bout var dæmdur í 25 ára fanglesi árið 2012 fyrir selja hryðjuverkasamtökunum al kaída, talíbönum og ýmsum uppreisnarherjum í Afríku vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert