Flýtir kosningum vegna mótmæla

Stuðningsmaður Pedro Castillo í átökum við óeirðalögregluna í gær.
Stuðningsmaður Pedro Castillo í átökum við óeirðalögregluna í gær. AFP/Ernesto Benavides

Nýr forseti Perú, Dina Boluarte, ætlar að flýta þingkosningum í landinu um tvö ár. Auk þess hefur hún lýst yfir neyðarástandi á ákveðnum svæðum í landinu eftir að tvær létust í mómælum sem brutust út eftir að forveri hennar í embætti var handtekinn.

Kosninga hefur verið krafist í mótmælunum, ásamt verkfalla víða um land. Sömuleiðis hefur verið krafist lausnar Pedro Castillo, fyrrverandi forseta Perú, sem var handtekinn á miðvikudaginn fyrir að reyna að leysa upp þingið og setja upp neyðarstjórn sem myndi stjórna með hans tilskipun.

AFP/Ernesto Benavides

Boluarte sagðist í sjónvarpsávarpi hafa náð samkomulagi við þingið um að flýta kosningum þangað til í apríl 2024, en þær áttu að fara fram 2026.

AFP/Ernesto Benavides
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert