Bankman-Fried ákærður fyrir fjársvik

Samuel Bankman-Fried í febrúar síðastliðnum.
Samuel Bankman-Fried í febrúar síðastliðnum. AFP/Saul Loeb

Fjár­mála­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna (SEC) hefur ákært Sam Bankm­an-Fried, stofn­anda raf­mynta­kaup­hall­ar­inn­ar FTX, sem var hand­tek­inn á Bahama­eyj­um í gær, fyrir fjársvik með því að svíkja milljarða Bandaríkjadali af viðskiptavinum kauphallarinnar.

Í ákærunni er Bankman-Fried sagður hafa byggt spilaborg á grundvelli blekkinga.

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur Bankm­an-Fried, sem er þrítug­ur, hunsað ráðgjöf lög­fræðinga og komið fram í mörg­um fjöl­miðlum, oft­ast í gegn­um fjar­fund­ar­búnað frá Bahama­eyj­um þar sem höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru. Þar hef­ur hann reynt að út­skýra hvers vegna það fór á haus­inn.

Eft­ir að fyr­ir­tækið hafði verið metið á 32 millj­arða Banda­ríkja­dala var leiðin niður á við hröð eft­ir að frétt birt­ist í byrj­un nóv­em­ber um tengsl á milli FTX og Ala­meda, verðbréfa­fyr­ir­tæk­is sem er einnig stýrt af Bankm­an-Fried.

Í frétt­inni kom fram að efna­hags­reikn­ing­ur Ala­meda var að miklu leyti byggður á gjald­miðlin­um FTT sem var bú­inn til af FTX og hafði ekk­ert sjálf­stætt verðgildi.

FTX sótti um gjaldþrota­skipti í Banda­ríkj­un­um í síðasta mánuði sem varð til þess að marg­ir sem voru þar í þjón­ustu gátu ekki tekið út pen­ing­ana sína. Sam­kvæmt máls­höfðun í síðasta mánuði skuldaði FTX stærstu 50 viðskipta­vin­um sín­um næst­um 3,1 millj­arð dala, eða um 445 millj­arða ís­lenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert