Þetta er ný ríkisstjórn Danmerkur

Nýja danska þríeykið, Ellemann-Jensen, Frederiksen og Rasmussen. Nýja stjórn Danmerkur …
Nýja danska þríeykið, Ellemann-Jensen, Frederiksen og Rasmussen. Nýja stjórn Danmerkur skipa 23 ráðherrar. AFP/Mads Claus Rasmussen

Ný dönsk ríkisstjórn hefur litið dagsins ljós og heldur Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sæti sínu sem forsætisráðherra eins og almennt var talið ljóst fyrir fram. Jakob Ellemann-Jensen, formaður Venstre, verður varaforsætisráðherra og varnamálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen, formaður hins nýja flokks Moderaterne, skipar embætti utanríkisráðherra.

„Þetta er sá hópur sem axlar ábyrgðina saman og við hlökkum til að þjóna ykkur Dönum og þessu frábæra og einstaka landi,“ sagði forsætisráðherra í ávarpi við Amalienborg í gær. Þá lét Rasmussen hafa eftir sér að lagður hefði verið stjórnarkapall sterkustu mögulegu ríkisstjórnar og Ellemann-Jensen kvaðst hlakka til.

Varnamál sjaldan mikilvægari

„Okkar bíða mikilvæg verkefni á vettvangi landvarna. Við höfum einsett okkur að hækka framlög til varnamála um 18 milljarða [365 milljarða íslenskra króna] á ársgrundvelli. Stríð geisar í heimsálfunni og varnir Danmerkur eru mikilvægari en þær hafa verið um árabil,“ sagði Ellemann-Jensen, sonur Uffe Ellemanns-Jensens heitins, utanríkisráðherra árin 1982 til 1993 og formanns Venstre á sinni tíð.

Að Frederiksen talinni halda þrír ráðherrar fyrri embættum í nýrri ríkisstjórn, þau Nicolai Wammen fjármálaráðherra, Kaare Dybvad Bek, útlendinga- og samhæfingarráðherra, og Jeppe Bruus skattamálaráðherra.

Þetta er hin nýja ríkisstjórn Danmerkur:

  1. Forsætisráðherra: Mette Frederiksen (Jafnaðarmannaflokknum)
  2. Varaforsætisráðherra og varnamálaráðherra: Jakob Ellemann-Jensen (Venstre)
  3. Utanríkisráðherra: Lars Løkke Rasmussen (Moderaterne)
  4. Fjármálaráðherra: Nicolai Wammen (Jafnaðarmannaflokknum)
  5. Efnahagsráðherra: Troels Lund Poulsen (Venstre)
  6. Innanríkis- og heilbrigðisráðherra: Sophie Løhde (Venstre)
  7. Dómsmálaráðherra: Peter Hummelgaard (Jafnaðarmannaflokknum)
  8. Menningarmálaráðherra: Jakob Engel-Schmidt (Moderaterne)
  9. Viðskiptaráðherra: Morten Bødskov (Jafnaðarmannaflokknum)
  10. Þróunarsamvinnu- og loftslagsráðherra: Dan Jørgensen (Jafnaðarmannaflokknum)
  11. Umhverfisráðherra: Magnus Heunicke (Jafnaðarmannaflokknum)
  12. Félags- og húsnæðismálaráðherra: Pernille Rosenkrantz-Theil (Jafnaðarmannafl.)
  13. Vinnumálaráðherra: Ane Halsboe-Jørgensen (Jafnaðarmannaflokknum)
  14. Barna- og fræðslumálaráðherra: Mattias Tesfaye (Jafnaðarmannaflokknum)
  15. Útlendinga- og samhæfingarráðherra: Kaare Dybvad Bek (Jafnaðarmannaflokknum)
  16. Skattamálaráðherra: Jeppe Bruus (Jafnaðarmannaflokknum)
  17. Fóður-, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra: Jacob Jensen (Venstre)
  18. Kirkju-, sveitarstjórnar- og Norðurlandasamstarfsráðherra: Louise Schack Elholm (Ve.)
  19. Samgönguráðherra: Thomas Danielsen (Venstre)
  20. Mennta- og rannsóknarmálaráðherra: Christina Egelund (Moderaterne)
  21. Stafrænu- og jafnréttismálaráðherra: Marie Bjerre (Venstre)
  22. Eldriborgararáðherra: Mette Kierkgaard (Moderaterne)
  23. Loftslags-, orku- og aðfangamálaráðherra: Lars Aagaard (Moderaterne)

DR
TV2
NyhederTV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert