„Eyðilagður“ eftir fregnir af andláti

Lögregluþjónn að störfum í London.
Lögregluþjónn að störfum í London. AFP

Nígersíski söngvarinn Asake segist vera „eyðilagður" eftir að lögreglan í London greindi frá því að kona hafi látist eftir að hafa lent i troðningi fyrir utan tónleikastað í borginni þar sem hann kom fram.

Konan, sem var 33 ára, var ein þeirra sem höfðu slasast alvarlega í troðningnum á fimmtudagskvöld. Hún hét Rebekka Ikumelo og var frá London.

„Ég er eyðilagður yfir fréttunum," sagði Asake á Instagram og bætti við að hann væri búinn að tala við ástvini konunnar sem lést og að hann ætlaði að halda því áfram.

„Ég er virkilega sorgmæddur og hefði aldrei getað ímyndað mér að nokkuð þessu líkt gæti gerst," bætti hann við.

Tvær konur, 21 árs og 23 ára, liggja alvarlega slasaðar á gjörgæslu eftir slysið. 

Lögreglan hefur beðið þá um það bil 4.000 manns sem sóttu tónleikana að senda henni ljósmyndir og myndskeið sem gætu hjálpað til við rannsókn málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert