37 látnir vegna veðurs í Bandaríkjunum

Vetrarstormurinn olli rafmagnsleysi víða um Bandaríkin.
Vetrarstormurinn olli rafmagnsleysi víða um Bandaríkin. AFP

Þrjátíu og sjö eru látnir í Bandaríkjunum, samkvæmt CNN, vegna vetrarveðursins sem einkennst hefur af ískulda og stífri vindátt, síðustu daga.

Meirihluti dauðsfallanna hefur orðið í bílslysum, en einnig hefur fólk orðið úti þar sem það hefur króknað úr kulda, ýmist í bílum eða snjósköflum. Minnst tvær manneskjur dóu heima hjá sér, þar sem sjúkrabíll komst ekki til þeirra vegna ófærðar. 

Vetrarstormurinn gengur hægt niður samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Bandaríkjanna, en næstu daga á að fara hlýnandi.

Í Buffalo, vesturhluta New York, hefur neyðarþjónustan ekki getað náð til þeirra svæða sem verst urðu úti, en veðrið hefur skapað þar mikla ringulreið. 

„Þetta er líkt og að  fara á stríðssvæði,“ sagði ríkisstjóri New York, Kathy Hochul, við blaðamenn.

mbl.is
Loka