Rússar komu í veg fyrir drónaárás

Dróni nálgast Kænugarð. Mynd tekin í október.
Dróni nálgast Kænugarð. Mynd tekin í október. AFP

Yfirvöld í Moskvu, Rússlandi, segjast hafa komið í veg fyrir úkraínska drónaárás á herstöð Rússa í Engels sem er í um 600 km fjarlægð frá landamærum Úkraínu.

Þrír Rússar létu þó lífið er brak úr drónunum féll til jarðar.

Fyrr í dag tilkynntu Rússar að þeim hafi tekist að drepa fjóra Úkraínumenn sem að sögn Rússa hafi ætlað að komast inn í Rússland til að fremja ódæðisverk.

Mennirnir eru sagðir hafa verið búnir sprengjubúnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert