Íhuga takmarkanir vegna kínverskra ferðamanna

Bólusetning við kórónuveirunni í Danzhai í Kína fyrr í mánuðinum.
Bólusetning við kórónuveirunni í Danzhai í Kína fyrr í mánuðinum. AFP

Bandaríkjamenn eru að íhuga að setja takmarkanir á komu kínverskra ferðamanna til landsins eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að gera miklar tilslakanir vegna kórónuveirufaraldursins.

Kórónuveirusmitum hefur fjölgað í Kína eftir ákvörðun stjórnvalda og óttast bandarísk stjórnvöld að ný afbrigði gætu breiðst út til landsins.

„Það eru auknar áhyggjur í alþjóðasamfélaginu vegna mikillar aukningar á kórónuveirusmitum í Kína og skorti á gegnsæjum upplýsingum,“ sögðu bandarískir embættismenn.

Þriggja ára regl­um kín­verskra stjórn­valda um sótt­kví við komu til lands­ins verður aflétt 8. janú­ar. Þá munu komuf­arþegar til Kína ekki leng­ur þurfa að sæta sótt­kví í átta daga vegna Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert