Börn á meðal 1.200 afganskra fanga í Pakistan

Afgönsk börn í Kabúl, höfuðborg Afganistan.
Afgönsk börn í Kabúl, höfuðborg Afganistan. AFP

Lögreglan í Pakistan hefur handtekið um 1.200 Afgana, þar á meðal konur og börn, sem hafa komið til hafnarborgarinnar Karachi án gildra skilríkja. 

ABC News greinir frá því að handtökurnar hafa verið gagnrýndar eftir að myndir af börnum í fangaklefum birtust á samfélagsmiðlum. 

Pakistönsk lögregluyfirvöld segja að flóttamennirnir verði aftur sendir til Afganistan eftir að hafa afplánað dóma þeirra eða þegar lögfræðingar fólksins hafa unnið nauðsynlega pappírsvinnu. 

Þá staðhæfir lögreglan að flestir Afgananna vilja snúa aftur til heimalandsins. 

Að minnsta kosti 139 afganskar konur og 165 börn eru á meðal þeirra sem eru í öryggisfangelsi í Karachi.

1,3 milljón afganskra flóttamanna í Pakistan

Abdul Qahar Balkhi, talsmaður utanríkisráðuneytis Afganistan, sagði í viðtali að pakistönsk yfirvöld hafi lofað að fangarnir yrðu látnir lausir eins fljótt og auðið er. 

„Við teljum að slík niðrandi meðferð á Afgönum í Pakistan sé engum aðila í hag,“ sagði Balkhi og bætti við að Afgönum væri ráðið frá því að fara til Pakistan nema í algjörri nauðsyn. 

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru nú 1,3 milljón afganskir flóttamenn í Pakistan. 

mbl.is