Lula tekinn við í Brasilíu

Luiz Inacio Lula da Silva, nýr forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýr forseti Brasilíu. AFP

Luiz Inacio Lula da Silva tók formlega við embætti forseta Brasilíu í dag og hét því að endurreisa landið í samvinnu við þjóðina. Sigraði hann forvera sinn, Jair Bolsonaro, í forsetakosningum í október síðastliðnum.

Í innsetningarræðu sinni lofaði Lula, sem er vinstrisinnaður, umbótum fyrir fátæka samfélagið í Brasilíu, umbótum í jafnréttismálum og lýsti yfir markmiðum um að hætt verði að fella tré í Amazon-skógi.

Bolsonaro hvergi sjáanlegur

Bolsonaro var ekki viðstaddur athöfnina enda yfirgaf hann Brasilíu á föstudaginn var.

Fjöldi stuðningsmanna Lula mætti fyrir framan brasilíska þingið snemma í morgun og var rauður litur Verkamannaflokks Lula þar allsráðandi.

Lula og Geraldo Elckmin, tilvonandi forsætisráðherra, keyrðu um borgina í blæjubíl áður en þeir héldu á öldungaþingdeild Brasilíu hvar innsetningarathöfnin hófst. 

Frá innsetningarathöfninni.
Frá innsetningarathöfninni. AFP
Til vinstri eru Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, og …
Til vinstri eru Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, og eiginkona hans, Rosangela da Silva, og til hægri Geraldo Alckmin, forsætisráðherra, og eiginkona hans, Maria Lúcia Ribeiro Alckmin. AFP
Stuðningsmenn Luiz Inacio Lula da Silva flykktust á göturnar.
Stuðningsmenn Luiz Inacio Lula da Silva flykktust á göturnar. AFP
Bolsonaro var ekki viðstaddur athöfnina enda yfirgaf hann Brasilíu á …
Bolsonaro var ekki viðstaddur athöfnina enda yfirgaf hann Brasilíu á föstudaginn var. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert