Sprenging við herflugvöll í Kabúl

Hermaður Talíbana í Kabúl, Afganistan.
Hermaður Talíbana í Kabúl, Afganistan. AFP

Nokkrir létust í sprengingu við inngang herflugvallar í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gær.

Óvíst er hvað olli sprengingunni en yfirvöld rannsaka nú atvikið. 

Stjórn Talíbana hefur áður sagst hafa bætt öryggi eftir að hafa tekið við völdum í ágúst 2021, en margar árásir hafa verið gerðar í Afganistan síðustu mánuði. 

Í desember særðust nokkrir kínverskir ríkisborgarar er byssumaður hóf skotárás á hóteli í Kabúl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert