Hafna ásökunum um misvísandi upplýsingar

Á sjúrkahúsi í Fengyang-sýslu í Kína í morgun.
Á sjúrkahúsi í Fengyang-sýslu í Kína í morgun. AFP/Noel Celis

Kínversk stjórnvöld hafna ásökunum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um ógagnsæi í upplýsingagjöf um Covid-19 faraldurinn. 

Skilgreiningin á Covid-dauðsfalli í Kína er afar þröng en samkvæmt opinberum tölum hafa 23 látið lífið í landinu vegna sjúkdómsins frá því í desember. WHO telur fjöldann vera mikið hærri og hefur gagnrýnt kínversk stjórnvöld fyrir að veita misvísandi upplýsingar. 

Hröð útbreiðsla

Eftir tvö ár af ströngum samkomutakmörkunum í Kína ákváðu stjórnvöld í síðasta mánuði að slaka á sóttvarnaaðgerðum.

Samhliða þessum breytingum hefur útbreiðsla smita verið gífurlega hröð og álag á heilbrigðisstofnanir mikið. Gangar sjúkrahúsa eru yfirfullir af sjúkrarúmum og hafa læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn þurft að harka af sér veikindi til að sinna sjúklingum.

„Við teljum að tölurnar sem kínversk stjórnvöld hafa birt séu vanmat á raunverulegum áhrifum sjúkdómsins hvað varðar spítalainnlangir, innlagnir á bráðadeildir og sérstaklega dauðsföll,“ segir Michael Ryan, yfirmaður neyðarmála hjá WHO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert