Rýma tíu þúsund manna bæ í Kaliforníu

Afleiðingar aurskriðu í Montecito árið 2018.
Afleiðingar aurskriðu í Montecito árið 2018. AFP

Íbúum bæjarins Montecito í Kaliforníu og nálægri byggð hefur verið fyrirskipað af yfirvöldum að rýma svæðið vegna flóðs af völdum mikillar rigningar. AP greinir frá. 

Um fimm ár eru liðin frá því að 23 manns létu lífið eftir aurskriðu á svæðinu.

Lögreglustjóri Santa Barbara-sýslu, Bill Brown, segir ákvörðunina um að rýma hafa verið tekna „miðað við áframhaldandi úrkomu, og að ekkert bendir til þess að það muni taka breytingum fyrir kvöldið“.

Harry Bretaprins og Meghan Markle eru á meðal þeirra sem eiga heimili í Montecito.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert