Gangast við sprengjuárásinni

Árásin var gerð í dag.
Árásin var gerð í dag. AFP

Hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst sprengjuárásinni á hendur sér, sem var gerð nærri utanríkisráðuneyti Afganistan í höfuðborginni Kabúl í dag.

Einn úr samtökunum komst framhjá öryggisvörðum talíbana og sprengdi sig í loft upp fyrir framan öryggisverði og starfslið ráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum.

AFP

Talíbanar segja 20 hafa látist

Sprengingin varð nærri utanríkisráðuneytinu og létust að minnsta kosti fimm að sögn lögreglu í Afganistan. Embættismaður úr upplýsingaráðuneyti talíbana segir þó að 20 manns hafi fallið í árásinni.

Er þetta önnur sprengjuárásin í Kabúl frá áramótum en á nýársdag var gerð mannskæð sprengjuárás nærri herflugvellinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert