Vilja sjá gestalistann

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Kevin Dietsch/Getty

Þingmenn Repúblikanaflokksins krefjast þess að sjá lista yfir alla þá sem hafa heimsótt Joe Biden Bandaríkjaforseta.

Þeir segja að þjóðaröryggi sé í hættu vegna leynilegra skjala sem fundust á einu af heimilum hans, að sögn BBC.

Biden viðurkenndi í gær að viðkvæmt efni hafi fundist í bílskúr við hús hans í ríkinu Delaware. Hún kvaðst taka málið mjög alvarlega og veiti dómsmálaráðuneytinu alla þá aðstoð sem það óskar eftir.

Hvíta húsið hefur ekki svarað því hvort gestalistinn verður útvegaður.

Fyrst fundust leynileg skjöl í skrifstofuhúsnæði í Washington-borg sem Biden notaði áður en hann tók við embætti forsetan. Síðar fannst annar bunki af leynilegum skjölum í umræddum bílskúr.

mbl.is