Árásin í Dnípró líklega stríðsglæpur

Reynt að bjarga fólki úr rústunum. Samkvæmt upplýsingum er þegar …
Reynt að bjarga fólki úr rústunum. Samkvæmt upplýsingum er þegar vitað um 40 andlát vegna árásarinnar, þar af sex börn og 75 eru slasaðir. AFP/Vitalii Matokha

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í dag flugskeytaárás Rússa á íbúðarhús í borginni Dnípro í Úkraínu og sagt að árásin falli líklega undir stríðsglæpi, en a.m.k. 40 létust vegna árásarinnar.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Antonio Guterres.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Antonio Guterres. AFP/Fabrici Coffrini

„Loftárás var gerð á íbúðarhús í Dnípro á laugardagskvöld, í einni mannskæðustu árás á Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa í febrúar síðastliðnum,“ sagði Stephanie Tremblay, talsmaður Gueterres, við fréttamenn í dag.

„Framkvæmdastjórinn fordæmdi þessa árás og sagði að þetta væri enn eitt dæmið um líkleg brot á stríðslögum,“ bætti hún við.

Samskiptafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu, Denise Brown, kallaði eftir því að rannsakað yrði á skilvirkan hátt grun um stríðsglæpi og að viðeigandi ákærur yrðu birtar í kjölfarið,“ sagði Tremblay.

Vitað er um að minnsta kosti 40 dauðsföll vegna árásarinnar, en enn var verið að finna lík í rústum hálffallinnar íbúðarbyggingarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert