Lagðir inn á sjúkrahús eftir svakalega æfingu

Ljósmynd/Colourbox

Foreldrar nemenda við framhaldsskóla í Texas í Bandaríkjunum sem þurftu á læknisaðstoð að halda eftir svakalega ruðningsæfingu segjast vera með böggum hildar yfir meðferðinni sem börnin þeirra fengu.

Nemendurnir voru látnir gera næstum því 400 armbeygjur án vatnspásu, að sögn Dr. Osehoute Okojie, foreldra eins nemenda sem þurfti að fara á sjúkrahús eftir æfinguna. 

„Þessi vika hefur verið algjört martröð,“ sagði hún, að því er BBC greindi frá. 

Yfirþjálfari liðsins, John Harrell, hefur verið sendur í leyfi.

Leikur í bandarísku atvinnumannadeildinni í ruðningi í Texas fyrr í …
Leikur í bandarísku atvinnumannadeildinni í ruðningi í Texas fyrr í mánuðinum. AFP/Tom Pennington/Getty

Á annan tug leikmanna þurfti að fara á sjúkrahús eftir æfinguna í menntaskólanum Rockwall-Heath í Texas, að sögn Okojie.

Hún sagði að sonur hennar hafi komið heim af æfingu fyrir tveimur vikum sárþjáður. Gat hann ekki lyft upp handleggjunum.

Hann var greindur með heilkennið rhabdomyolysis en þá brotna vöðvavefir niður sem verður til þess að skaðlegt prótín fer út í blóðrásina, sagði hún. Sonur hennar lá á sjúkrahúsi í eina viku þangað til hann fékk að fara heim til sín.

„Rhabdomyolysis verður ekki til af sjálfu sér. Venjulega greinist það eftir of mikið álag og þetta er ekki algengt,“ sagði Okojie.

mbl.is