Nærri helmings tekjusamdráttur hjá Twitter

Elon Musk hefur starfað sem forstjóri Twitter frá því að …
Elon Musk hefur starfað sem forstjóri Twitter frá því að hann tók yfir fyrirtækið. AFP/Samuel Corum

Frá því Elon Musk keypti Twitter í október hafa meira en 500 af stærstu auglýsendum hjá fyrirtækinu hætt að auglýsa á miðlinum. Auglýsingatekjur hafa dregist saman um u.þ.b. 40% en auglýsingar eru helsta tekjulind Twitter. Þær námu meira en 90% af 5,1 milljarða hagnaði fyrirtækisins fyrir árið 2021.

Í innanhúsmiðli Twitter kom í dag fram að daglegar tekjur fyrirtækisins væru 40% lægri en fyrir ári síðan.

Fyrirtæki á borð við Audi og Pfizer eru á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa gert hlé á því að auglýsa á miðlinum. Á meðal ástæðna fyrir brotthvarfi auglýsenda eru áhyggjur af aukinni hatursorðræðu á miðlinum eftir að Elon Musk keypti hann en hann hefur lýst sér sem talsmanni málfrelsis. Auk þess hefur aukning í fjölda eftirhermureikninga, eftir misheppnaða uppfærslu bláa merkisins sem sannreynir notendur, haft veruleg áhrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert