Vill binda enda á Facebook-bannið

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vill að opnað verði fyrir Facebook-aðganginn …
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, vill að opnað verði fyrir Facebook-aðganginn hans. AFP/Chandan Khanna

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og raunveruleikastjarna, þrýstir nú á stjórnendur Facebook að hleypa honum aftur inn á samfélagsmiðilinn er hann undirbýr þriðja forsetaframboðið sitt.

Trump var hent út af samfélagsmiðlinum daginn eftir árásina á þinghús Bandaríkjanna fyrir tveimur árum síðan. Þá ruddust stuðningsmen hans inn eftir að hafa hlýtt á endurteknar falskar fullyrðingar hans um að þingkosningunum í nóvember 2022 hafi verið stolið frá honum.

Í kjölfarið stofnaði fjölmiðlafyrirtæki Trumps nýjan samfélagsmiðil, Truth social.

Telur Trump leiðandi í forsetaframboðinu

AFP fréttastofan er með bréf undir höndum sem Scott Gast, lögmaður Trumps, sendi á Meta, móðurfyrirtæki Facebook.

Þar kemur fram að Facebook-bann Trumps hafi haft gríðarlega heftandi áhrif á almenna orðræðu. Þá fór hann fram á fund til að ræða skjóta endurkomu Trumps á samfélagsmiðilinn, þar sem hann hafði áður 34 milljónir fylgjenda.

Taldi lögmaðurinn að í ljósi þess að Trump væri leiðandi í forsetaframboðinu, þá væri réttlætanlegt að binda endi bannið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert