Flýta þurfi vopnasendingum til Úkraínu

Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, segir að flýta þurfi vopnasendingum til …
Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, segir að flýta þurfi vopnasendingum til Úkraínu. AFP/Sergei Supinsky

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hvatti bandamenn sína til þess að senda skriðdreka til Úkraínu á varnarmálaráðstefnu í Þýskalandi í dag. Yfirvöld í Kreml segja það muni litlu skipta á vígvellinum.

Ráðstefnan var haldin í flugstöðinni í Rammstein í Þýskalandi en Selenskí sagði í dag í gegnum fjarfundarbúnað að flýta þyrfti fyrir vopnasendingum til Úkraínu í ljósi áhlaups Rússa. 

Hann sagði að það þurfi „ekki að rökræða um fjölda skriðdreka heldur hvað þurfi til þess að stöðva hið illa“.

Yfirvöld í Rússlandi brugðust við óskum Selenskís með því að saka Vesturlönd um að vera haldin „dramatískri ímyndun“ um að Úkraína geti sigrað á vígvellinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert