Segja upp 12 þúsund manns á heimsvísu

Alphabet er móðurfyrirtæki Google.
Alphabet er móðurfyrirtæki Google. AFP/Patrick T. Fallon

Móðurfyrirtæki Google, Alphabet, tilkynnti í dag að tólf þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrðu sagt upp á heimsvísu. 

Fyrirtækið bætist þar í hóp fjölda bandarískra tæknifyrirtækja sem eru að segja upp starfsmönnum og endurskipuleggja starfsemi sína. 

Sundar Pichai, forstjóri Alphabet, sagði í tölvupósti til starfsmanna að verið væri að bregðast við breytingum í efnahagslífinu. 

„Sú staðreynd að þetta muni hafa áhrif á líf starfsmanna Google liggur þungt á mér, og ég tek fulla ábyrgð á þeim ákvörðunum sem hafa leitt okkur hingað,“ sagði í pósti Pichai

Í fyrradag tilkynnti Microsoft að um tíu þúsund starfsmönnum yrðu sagt upp á næstu mánuðum, eða tæplega 5% starfsmanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert