Fimm héraðsstjórar og fjórir aðstoðarráðherrar hætta

Kænugarður. Sjálfstæðistorgið er fremst á myndinni.
Kænugarður. Sjálfstæðistorgið er fremst á myndinni. AFP/Búlent Kílitsj

Fimm héraðsstjórar og fjórir aðstoðarráðherrar láta af störfum í Úkraínu í tengslum við þó nokkur spillingarmál, að sögn háttsetts embættismanns í landinu.

Héraðsstjórarnir sem hætta hafa starfað í héruðunum Dníprópetrovsk, Súmí, Saporisjsjía og Kerson, ásamt héraðinu sem umlykur höfuðborgina Kænugarð.

Þetta sagði embættismaðurinn Óleg Nemtsjínov.

Einn aðstoðarráðherranna sem hætta er aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert